Bjóða 100.000 krónur og ævintýrapakka í fundarlaun fyrir fjórhjól
Feðgar úr Grindavík sem reka ævintýrafyrirtækið Fjólhjólaævintýri ehf. bjóða þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiðir þá að fjórhjólunum sem var stolið í gær 100.000 krónur og ævintýrapakka að auki. Fimm CAN AM fjórhjólum sem eru gul að lit var stolið, ásamt ýmsum aukabúnaði.
Sjónarvottur sá til hjólanna fara frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Grindavík í gærmorgun um kl. 08. Síðan þá hefur ekkert til hjólanna spurst.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 420 1700 Jóhann eða Sigurð í s 840 9351 hjá
Fjórhjólaævintýrinu.