Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartvirði framundan
Þriðjudagur 5. desember 2006 kl. 09:15

Bjartvirði framundan

Klukkan 6 var austan- og norðaustanátt, 8-13 m/s við norðvesturströndina, annars mun hægari. Dálítil væta var NA-lands, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hlýjast var 5 stiga hiti í Hvanney, en kaldast 6 stiga frost á Húsafelli.

 

Yfirlit
Á Noreghafi er 964 mb lægð sem þokast NA og grynnist heldur, en skammt NV af Írlandi er minnkandi 970 mb lægð sem þokast A. Yfirlit gert 05.12.2006 kl. 03:14

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari norðanátt allra austast á morgun. Dálítil slydda él á N- og A-landi, en yfirleitt léttskýjað á S- og V-landi. Þó eru líkur á slydduéljum við suðvesturströndina á morgun. Frost 0 til 5 stig í innsveitum, en 0 til 4 stiga hiti við ströndina.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað eða bjartviðri, en 8-13 á morgun. Frost 1 til 6 stig inn til landsins, en annars 0 til 4 stiga hiti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024