Bjartviðri og vægt frost
Á Garðskagavita voru NA 10 og og 3ja stigi hiti kl. 9
Klukkan 6 var norðaustlæg átt, yfirleitt 5-10 en hvassast 15 m/s undir Hafnarfjalli. Éljagangur á Norður- og Austurlandi en víða léttskýjað sunnantil. Svalast var 3ja stiga frost við Mývatn, en hlýjast 4 stiga hiti á Garðskagavita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-13 og bjartviðri. Hiti 1 til 4 stig úti við sjóinn í dag en annars vægt frost.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-10. Éljaleiðingar norðan- og austanlands, en annars bjartviðri að mestu. Gengur í norðvestan 10-15 með snjókomu um norðanvert landið um hádegi á morgun en hægari norðaustanátt sunnanlands og stöku él suðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands í dag en annars frost 0 til 5 stig.