Bjartviðri og hlýtt í dag
Klukkan 6 var norðaustan 10-15 m/s við austurströndina, en hægari annars staðar. Skýjað og úrkomulítið austantil, en skýjað með köflum vestantil. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast sunnantil á landinu.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan og austan 5-13 m/s og bjartviðri, en hægari vestlæg eða breytileg átt síðdegis og skýjað með köflum. Hiti 13 til 20 stig að deginum.
Kortið er af vef Veðurstofunnar