Bjartviðri og frost
Norðan 10-18 m/s við Faxaflóa, en lægir í nótt, 5-10 á morgun. Bjartviðri og frost 2 til 8 stig, en allt að 13 stig inn til landsins á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 8-15 m/s, en mun hægari á morgun. Bjartviðri og frost 1 til 6 stig, en 3 til 10 í nótt og á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðvestlæg átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Snjókoma og síðar él um landið vestanvert, en þurrt að kalla austantil. Frost víða 3 til 10 stig.
Á föstudag: Austlæg átt, 5-15 m/s, hvassast við S-ströndina. Snjókoma, fyrst S-lands, en síðar slydda þar. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við S-ströndina.
Á laugardag: Gengur í norðanátt með snjókomu, en styttir upp að mestu S- og SV-lands. Kólnandi veður.
Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir norðlæga átt með éljum, en bjartviðri á S-verðu landinu. Kalt í veðri.
Myndin er úr vefmyndavél á Strandarheiði á Reykjanesbraut nú áðan. Þá var þar skafrenningur.