Bjartviðri og allt að 15 stiga hiti
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Bjartviðri sunnan- og vestanlands, en léttir smám saman til norðan- og austanlands. Hægviðri og víðast léttskýjað í kvöld og nótt. Gengur í sunnan 8-10 með rigningu um landið vestanvert eftir hádegi á morgun, en hægari og bjart veður austantil. Hiti 12 til 17 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Faxaflói:
Hæg vestlæg átt og skýjað með köflum eða bjartviðri. Hægt vaxandi sunnan átt á morgun, 8-10 m/s síðdegis og rigning. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Gengur í sunnan 5-10 m/s með rigningu, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.
Á föstudag:
Suðvestan 5-10 og skúrir, en lengst af þurrt og bjart norðaustantil. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt og rigning eða skúrir, einkum fyrripart dags. Áfram milt í veðri.
Á sunnudag:
Austlæg átt og væta víða um land. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir stífa norðvestan átt með rigningu og heldur kólnandi veðri.
Af vedur.is..