Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. febrúar 2003 kl. 08:59

Bjartviðri í kortunum

Í morgun kl. 6 var norðlæg átt, víða 10-15 m/s, en hægari norðvestantil. Élajagangur norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Minnst var frostið 3 stig í Seley, en mest 11 stig við Mývatn og á Patreksfirði.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðlæg átt, víða 15-20 m/s við ströndina austantil, en annars talsvert hægari vindur. Él eða skafrenningur norðan- og austanlands, en léttskýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Lægir um landið vestanvert í kvöld. Breytileg átt, 3-8, skýjað með köflum og úrkomulítið vestanlands á morgun, en minnkandi norðlæg átt og él austantil. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 10-15 m/s, en 3-8 síðdegis. Bjartviðri og frost 4 til 10 stig.

Byggt á veðurvef Veðurstofu Íslands frá því í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024