Bjartviðri í dag
Klukkan 6 var norðlæg átt á landinu, víða 5-10 m/s. Léttskýjað á suðvestur- og vesturhluta landsins, en annars skýjað að mestu. Hiti 4 til 12 stig, svalast við Mývatn og á Þingvöllum.
Yfirlit
Skammt norðaustur af Skotlandi er víðáttumikil 990 mb lægð, sem þokast austur, en á sunnanverðu Grænlandshafi er 1010 mb smálægð, einnig á austurleið. Yfirlit gert 22.06.2006 kl. 08:37
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg norðlæg átt eða hægviðri. Skýjað og þurrt að mestu norðan- og austanlands í dag, en léttskýjað sunnan- og vestantil og líkur á síðdegisskúrum, einkum inn til landsins. Yfirleitt bjartviðri á morgun, en dálítil súld eða rigning á Suðausturlandi. Hiti 5 til 10 stig norðan- og austantil í dag, en annars 10 til 18 stiga hiti.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Fremur hæg norðlæg átt og yfirleitt bjartviðri, en líkur á stöku skúrum síðdegis inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig.