Bjartviðri í dag
Norðaustan 8-15 m/s og bjartviðri við Faxaflóa í dag, en skýjað nyrst. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í norðan 5-13 m/s síðdegis. Léttskýjað og hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðan 3-8 m/s og lítilsháttar væta N-til, en bjart sunnan heiða. Hæg breytileg átt síðdegis og víða skýjað á landinu, en yfirleitt úrkomulaust. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á S-landi.
Á föstudag:
Hæg suðlæg átt og skýjað, en rofar til á N- og A-landi. Suðaustan strekkingur og fer að rigna S- og V-lands um kvöldið. Hiti víða 8 til 13 stig.
Á laugardag:
Suðaustan 13-20 m/s og rigning, en 8-15 og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast N-lands.
Á sunnudag:
Ákveðin sunnanátt og rigning eða skúrir, en þurrt N-lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með vætusömu veðri, síst þó á N-verðu landinu. Kólnar heldur.