Bjartviðri í dag
Norðaustan 5-10 m/s, en hægari sunnantil við Faxaflóa. Bjartviðri, en rigning eða slydda með köflum seint í dag og á morgun og slydda á stöku stað í uppsveitum. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en líkur á dálítilli rigningu af og til seint í dag og á morgun. Hiti 2 til 6 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, en strekkingur við A-ströndina. Stöku él N-lands, annars bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig SV-til að deginum, annars vægt frost.
Á föstudag:
Gengur í sunnan 10-18 m/s með rigningu, en sums staðar slyddu í fyrstu. Úrkomulítið á N- og A-landi. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig um kvöldið.
Á laugardag:
Suðvestan- og sunnanátt, yfirleitt 5-13 með skúrum eða éljum, en bjart á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg átt, og minnkandi skúra og éljagangur en þurrt að kalla N-til. Heldur kólnandi.
Á mánudag:
Útlit fyrir breytilega átt með skýjuðu og úrkomulitlu veðri. Fremur svalt í veðri.