Bjartviðri í dag
Klukkan 6 voru vestan og norðvestan 15-23 m/s um norðanvert landið, en annars yfirleitt 8-15. Rigning eða súld var á Suðurlandi, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hlýjast var 11 stiga hiti á Dalatanga, en kaldast 2ja stiga frost í Bolungarvík.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) allra austast á landinu í dag.
Norðvestan og síðar norðan 8-15 m/s, en allt að 23 m/s við austurströndina. Él norðan- og austanlands, en annars víða léttskýjað. Ört kólnandi veður, frost 2 til 12 stig síðdegis, kaldast inn til landsins. Lægir smám saman í nótt og í fyrramálið, fremur hæg norðlæg eða breytileg átt síðdegis á morgun, en norðvestan 10-15 við austurströndina. Smáél norðaustantil, en léttskýjað að mestu í öðrum landshlutum.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) allra austast á landinu í dag.
Norðvestan og síðar norðan 8-15 m/s, en allt að 23 m/s við austurströndina. Él norðan- og austanlands, en annars víða léttskýjað. Ört kólnandi veður, frost 2 til 12 stig síðdegis, kaldast inn til landsins. Lægir smám saman í nótt og í fyrramálið, fremur hæg norðlæg eða breytileg átt síðdegis á morgun, en norðvestan 10-15 við austurströndina. Smáél norðaustantil, en léttskýjað að mestu í öðrum landshlutum.