Bjartviðri í dag
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn: Norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s. Víða dálítil él, en þokuloft við norðaustur- og austurströndina. Austan 5-10 og él sunnantil um tíma í nótt, en norðaustanstæðari og vaxandi éljagangur um landið norðaustanvert síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki.
Faxaflói
Norðaustan 3-5 m/s, en austan 5-10 um tíma í kvöld og nótt. Bjartviðri í dag, en síðan stöku él. Hiti um frostmark að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg átt, 3-8 m/s og bjartviðri í dag, en síðan él. Hiti kringum frostmark að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, víða 5-13 m/s og él, en bjartviðri að mestu sunnanlands. Frost víða 0 til 5 stig, en um frostmark við ströndina.
Á laugardag og sunnudag (pálmasunnudagur):
Austlæg eða breytileg átt og dálitil él, en bjart vestanlands. Hiti breytist lítið.