Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. september 2003 kl. 09:08

Bjartviðri í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan átt 8-15 m/s og dálítilli rigningu um landið norðan og austanvert í dag, hvassast á annesjum. Hægari vindur og bjartviðri suðvestanlands. Norðan 8-13 í kvöld og nótt, en 10-15 á Austfjörðum. Skúrir eða slydduél norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Minnkandi vindur á morgun og dregur smám saman úr slydduéljum á Norðausturlandi, en annars yfirleitt léttskýjað eða heiðskírt. Hiti 8 til 13 stig í dag, en frystir víða í nótt. Hiti 0 til 7 stig á morgun, hlýjast sunnanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024