Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri í dag - Rigning af og til á morgun
Laugardagur 30. júní 2012 kl. 13:17

Bjartviðri í dag - Rigning af og til á morgun

Faxaflói: Hæg breytileg og bjartviðri en líkur á stöku síðdegisskúrum inn til landsins. Suðlæg átt, 3-8 á morgun og rigning af og til. Hiti 10 til 17 stig en heldur svalara á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan 3-8 m/s og bjartviðri en líkur á stöku síðdegisskúrum. Snýst í S-læga átt á morgun, þykknar upp og rigning af og til síðdegis. Hiti 10 til 16 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s. Yfirleitt þurrt á SA-landi og A-fjörðum, en víða rigning eða skúrir annars staðar. Hiti 10 til 16 stig.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s. Þurrt að mestu en allvíða skúrir um landið vestanvert, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-8 en sums staðar heldur hvassari á annesjum. Rigning með köflum fyrir austan, en annars skúrir. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin norðvestanátt með rigningu N- og A-lands, en annars hægari norðlæg átt og víða bjartviðri S- og V-til. Heldur kólnandi.