Bjartviðri fram á morgun
Á hádegi var norðlæg átt á landinu, 10-15 m/s norðan- og vestantil, en annars heldur hægari. Léttskýjað sunnantil á landinu, en snjókoma eða él um norðanvert landið. Frost 0 til 11 stig, kaldast á Suðurlandi, en mildast við austurströndina.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 10-15 m/s og bjart með köflum. Heldur hægari í nótt. Fremur hæg austlæg átt og léttskýjað á morgun. Frost 2 til 8 stig að deginum.