Bjartviðri en stöku skúrir
Faxaflói: Austlæg átt 3-8 m/s og bjartviðri, en líkur á stöku skúrum fram eftir degi. Norðlægari á morgun og léttskýjað. Hiti 10 til 16 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg átt 3-8 m/s og bjartviðri. Norðlægari á morgun. Hiti 10 til 13 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s og rigning með köflum fyrri partinn, en hægari og léttir til þegar líður á daginn. Hiti 10 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað norðan- og vestantil og þokusúld við ströndina, annars víða bjartviðri. Heldur kólnandi, einkum norðantil.
Á fimmtudag:
Austlæg átt. Skýjað með köflum en súld við austur- og suðurströndina. Hiti 6 til 12 stig.
Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt og skýjað, en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.