Bjartviðri en kalt
Klukkan 6 í morgun var austan og norðaustan 8-15 m/s og þurrt um landið sunnanvert og´víða léttskýjað við suður- og austurströndina en norðan eða norðvestan 8-13 og smáél norðanlands. Kaldast var 16 stiga frost á hálendinu en mildast 2ja stiga frost á Garðskagavita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 8-13 m/s og yfirleitt bjartviðri. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í uppsveitum að næturlagi.