Bjartviðri áfram í dag og næstu daga
Norðaustlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Víða bjartviðri sunnan- og vestanlands, en líkur á síðdegisskúrum. Skýjað og dálítil súld norðan- og austantil, en léttir víða til undir kvöld. Hægviðri á morgun með stöku skúrum sunnanlands, annars bjartviðri að mestu. Hiti 8 til 16 stig.
Faxaflói: Norðaustan 3-8 m/s og bjartviðri að mestu, en hægviðri í kvöld og á morgun. Hiti 9 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hægviðri að mestu á landinu með skúrum nokkuð víða um land, annars nokkuð bjart veður. Hiti 8 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og væta öðru hverju sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart á köflum norðaustanlands. Hlýnandi veður.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Stíf suðlæg átt og vætusamt sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu norðan- og austantil. Hlýtt í veðri.