Bjartviðri á páskadag
Veðurstofan spáir þokkalegu veðri á suðvesturhorni landsins um páskana. Á morgun verður vestlæg átt, víða 5-10 m/s og súld eða þokuloft, en skýjað með köflum og úrkomulítið austantil fram á kvöld.
Á föstudaginn langa er gert ráð fyrir rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil undir kvöld. Hiti 2 til 8 stig sunnanlands.
Á laugardag verður sunnan og suðaustan 3-8 m/s og rigning, en slydda eða snjókoma norðaustantil. Hiti víða 2 til 8 stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Á páskadag verður bjartviðri suðvestantil, en kólnandi veðri.
Á föstudaginn langa er gert ráð fyrir rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil undir kvöld. Hiti 2 til 8 stig sunnanlands.
Á laugardag verður sunnan og suðaustan 3-8 m/s og rigning, en slydda eða snjókoma norðaustantil. Hiti víða 2 til 8 stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Á páskadag verður bjartviðri suðvestantil, en kólnandi veðri.