Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri á morgun
Þriðjudagur 19. september 2006 kl. 08:58

Bjartviðri á morgun

Á Garðskagavita voru A 9 og tæplega 13 stiga hita klukkan 8.
Klukkan 6 í morgun  var austlæg átt á landinu, 8-13 allra syðst, en annars hægari. Skýjað um allt land og sums staðar dálítil væta eða þokuloft. Hiti 5 til 15 stig, svalast í Litlu Ávík, en hlýjast á Skrauthólum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan og norðaustan 5-10 m/s og stöku skúrir. Léttir til í kvöld og nótt. Bjartviðri á morgun. Hiti 9 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austan og norðaustan átt, víða 5-10 m/s og dálítil rigning eða þokuloft, en smáskúrir sunnan- og vestanlands. Léttir til suðvestan- og vestanlands í kvöld. Bætir heldur í vind á morgun. Bjartviðri vestanlands á morgun, sums staðar þokuloft norðaustan- og austantil, en gengur í norðaustan 13-18 með rigningu suðaustanlands eftir hádegi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands, en svalast á annesjum norðantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024