Bjartviðri, hiti fer í 15 stig
Faxaflói: Fremur hæg austlæg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en sums staðar síðdegisskúrir. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan og austan 5-10 m/s og skýjað með köflum. Stöku skúrir norðan- og austantil á landinu þegar líður á daginn og líkur á þokubökkum við norðurströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestantil.
Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum. Hiti 8 til 14 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með skúrum. Hiti breytist lítið.