Bjartur lífsstíll er hreyfiúrræði eldri borgara í Vogum
Verkefnið Bjartur lífsstíll miðar að því að efla hreyfingu fyrir eldri borgara. Verkefnið er unnið í samvinnu Sveitarfélagsins Voga og UMF Þróttar, og er sett upp þannig að hver eldri borgari í Sveitarfélaginu Vogum getur nýtt sér allt að fjórar klukkustundir á viku í ýmis konar hreyfingu. UMF Þróttur mun sjá um námskeiðin.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga leggur til við bæjarráð að skoða hvort nýta megi fjármuni sem áætlaðir hafa verið í frístundastyrk til eldri borgara til að greiða kostnað vegna verkefnisins en hann er áætlaður að hámarki 1,3 milljónir króna á ári. Sérstaklega í ljósi þess að mjög fáir eldri borgarar hafa nýtt sér styrkinn hingað til.