Bjartur en svalur dagur framundan
Í morgun kl. 06 var norðaustlæg átt, víða 8-13 m/s og él norðan- og austanlands, en hægari annars staðar og léttskýjað að mestu. Hiti var frá 2 stigum á Garðskagavita niður í 8 stiga frost á Brúsastöðum í Vatnsdal.
Yfirlit: Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð, en við Skotland er víðáttumikil 979 mb lægð sem þokast NA. Um 300 km ANA af Scoresbysundi er heldur vaxandi smálægð sem mjakast suður.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðaustan og norðan 5-10 m/s víðast hvar, en sums staðar hvassari norðvestantil og við austurströndina. Él norðan- og austanlands, annars bjartviðri að mestu. Frost víða 0 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina að deginum. Áfram norðlæg átt á morgun og snjókoma eða él um landið norðanvert, en léttskýjað syðra.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en norðan 8-13 í nótt. Hiti 0 til 3 stig yfir hádaginn, annars frost.
Yfirlit: Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð, en við Skotland er víðáttumikil 979 mb lægð sem þokast NA. Um 300 km ANA af Scoresbysundi er heldur vaxandi smálægð sem mjakast suður.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðaustan og norðan 5-10 m/s víðast hvar, en sums staðar hvassari norðvestantil og við austurströndina. Él norðan- og austanlands, annars bjartviðri að mestu. Frost víða 0 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina að deginum. Áfram norðlæg átt á morgun og snjókoma eða él um landið norðanvert, en léttskýjað syðra.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en norðan 8-13 í nótt. Hiti 0 til 3 stig yfir hádaginn, annars frost.