Bjartur dagur framundan
Norðvestan 8-15 m/s og skýjað, en lægir smám saman og léttir til. Hægviðri í kvöld og léttskýjað. Vaxandi austanátt eftir hádegi á morgun og þykknar upp. Hiti 3 til 9 stig, en frost 0 til 6 stig í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Minnkandi norðanátt og léttir til, hæg breytileg átt seinnipartinn og léttskýjað. Vaxandi austanátt síðdegis á morgun og þykknar upp. Hiti 3 til 8 stig, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
		Á laugardag:
		Norðvestan 5-10 m/s við NA- og A-ströndina fyrir hádegi og stöku skúrir eða slydduél, en annars hægari breytileg átt og bjartviðri. Vaxandi austanátt síðdegis, 10-18 m/s S-lands um kvöldið og rigning, hvassast með S-ströndinni, en 5-10 N-til og þurrt. Hiti 2 til 10 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan.
		
		Á sunnudag:
		Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s, en hvassari með S-ströndinni um morguninn. Víða rigning, mest á A-verðu landinu. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast SV-til.
		
		Á mánudag:
		Norðan- og norðaustanátt með rigningu N- og A-lands og slyddu til fjalla. Þurrt sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.
		
		Á þriðjudag og miðvikudag:
		Útlit fyrir norðanátt með rigningu eða slyddu á N-verðu landinu, en björtu syðra. Svalt í veðri, einkum fyrir norðan.
		
		Á fimmtudag:
		Líkur á minnkandi norðanátt og úrkomu, en áfram svalt í veðri.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				