Bjartsýni með borholu á Trölladyngjusvæðinu
Fyrirtækið Jarðlind, sem er í eigu Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila, stendur að borunum í Trölladyngju á Reykjanesi.
Bjartsýni gætir hjá Hitaveitu Suðurnesja um afkastagetu holu á Trölladyngjusvæðinu en þegar holan, svonefnd TR-1 hola, var hita- og þrýstimæld nýverið reyndist hitinn á botninum vera 307 gráður. Holan verður látin ryðja sig og blása í september og eftir það verður hún afkastamæld, að því fram kemur á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja.
Bjartsýni gætir hjá Hitaveitu Suðurnesja um afkastagetu holu á Trölladyngjusvæðinu en þegar holan, svonefnd TR-1 hola, var hita- og þrýstimæld nýverið reyndist hitinn á botninum vera 307 gráður. Holan verður látin ryðja sig og blása í september og eftir það verður hún afkastamæld, að því fram kemur á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja.