Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartir og fallegir dagar framundan
Fimmtudagur 14. mars 2013 kl. 09:14

Bjartir og fallegir dagar framundan

Hæg breytileg átt og slydduél eða él við Faxaflóa. Hiti um og yfir frostmarki. Gengur í norðaustan 5-10 í kvöld og léttir til, léttskýjað á morgun og kólnar heldur.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og stöku slydduél eða él, en norðan 3-10 m/s í kvöld og léttir til. Hiti um frostmark, en heldur kólnandi á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag: 
Hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðan 5-10 austast. Stöku él með N- og A-ströndinni, en léttskýjað S- og V-til. Sum staðar frostlaust með S- og V-ströndinni yfir daginn, annars frost 0 til 10 stig, mest í innsveitum. Harðara frost að næturlagi. 



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á mánudag: 
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast við SA-ströndina. Sums staðar él N- og A-til, en áfram léttskýjað að mestu um landið S- og V-vert. Heldur kólnandi. 


Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða éljum fyrir norðan, einkum NV-til, en skýjað með köflum á S- og SA-landi. Kalt í veðri.