Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartir haustdagar
Mánudagur 20. september 2010 kl. 08:29

Bjartir haustdagar


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn hljóðar upp á austlæga átt, 3-8 m/s. Dálítil rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig að deginum, en sums staðar nálægt frostmarki í nótt. Næstu tvo daga má búast við hægri norðlægri átt og björtu veðri.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg austlæg átt og skúrir en samfelld rigning síðdegis. Úrkomulítið eftir hádegi á morgun. Hiti 5 til 9 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt og víða dálítil rigning, en slydda inn til landsins NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast syðst. Næturfrost NA-lands.

Á miðvikudag:

Hægviðri og skýjað með köflum, en sums staðar súld úti við sjóinn. Hiti 2 til 8 stig en víða næturfrost inn til landsins.

Á fimmtudag:

Sunnan 5-10 og rigning sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðaustantil. Hiti 4 til 10 stig.

Á föstudag:
Suðlæg átt og rigning um vestanvert landið en skýjað með köflum austanlands. Hiti 7 til 11 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg áttir. Rigning sunnan- og vestanlands en þurrt NA-lands. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast NA-lands.


Ljósmynd/elg – Birtan er oft falleg á þessum árstíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024