Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartir dagar framundan
Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 08:10

Bjartir dagar framundan


Búast má við heiðskíru veðri á Reykjanesskaganum út alla vikuna, samkvæmt veðurspá. Hiti verður við frostmark en kólnar upp úr helgi. Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið hljóðar upp á hægviðri og léttskýjað, en stöku él á morgun. Frost 0 til 7 stig, en hiti kringum frostmark við sjóinn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg norðaustlæg átt og léttskýjað, en 5-8 m/s á morgun. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðan 8-13 m/s og él N- og A-lands, en annars léttskýjað. Frost 0 til 6 stig, minnst syðst.

Á föstudag og laugardag:
Hæg norðlæg átt og víða léttskýjað, en 8-13 m/s og él NA-lands. Frost 1 til 10 stig, minnst syðst.

Á sunnudag:
Hægviðri og léttskýjað, en gengur í sunnanátt með snjókomu vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, minnst V-ast.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með slyddu eða rigningu, einkum SV-til. Hlýnandi veður.

Ljósmynd/elg – Fagur vetrardagur í Grindavík. Hugsanlega fáum við snjóel fyrstu aðventuhelgina sem nú er framundan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024