Bjart veður í dag
Í morgun var norðaustlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s. Él voru á norðanverðu landinu, en léttskýjað að mestu sunnanlands. Kaldast var 4ra stiga frost í innsveitum norðaustanlands, en hlýjast 2 stig á Fagurhólsmýri.
Yfirlit
Norðaustur af Færeyjum er 982 mb lægð sem þokast í norðvesturátt. Yfir N-Grænlandi er 1025 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er talsverðri úrkomu á norðaustanverðu landinu á morgun. Norðan og norðaustan 8-15 m/s en 13-18 austanlands í nótt og á morgun. Él á norðanverðu landinu, en yfirleitt bjart sunnan til. Snjókoma, slydda eða rigning norðan- og austanlands á morgun og talsverð úrkoma verður norðaustantil. Hiti 0 til 8 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost inn til landins.