Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart veður í dag
Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 08:21

Bjart veður í dag

Klukkan 6 voru norðaustan 10-16 m/s við ströndina norðan- og vestantil, en annars heldur hægari. Norðanlands var slydda eða él, súld norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Kaldast var eins stigs frost á nokkrum stöðum fyrir norðan, en hlýjast 6 stiga hiti í Skaftafelli.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustlæg átt, víða 8-13 m/s. Dálítil él norðanlands, súld með köflum austanlands, annars bjartviðri. Rigning austantil seint í dag og hvessir um allt land. Norðaustan 10-18 í nótt, en austlægari á morgun, hvassast við ströndina austan- og vestantil. Rigning með köflum, en þurrt að mestu norðanlands síðdegis á morgun. Hiti 0 til 8 stig í dag, en 5 til 12 á morgun, hlýjast sunnantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024