Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart veður í dag
Þriðjudagur 13. apríl 2004 kl. 09:27

Bjart veður í dag

Klukkan 6 voru vestan og suðvestan 5-13 m/s víðast hvar og skúrir vestantil, en víða skýjað með köflum og þurrt um landið austanvert. Kaldast var 1 stigs frost í Kvígindisdal, en hlýjast 6 stiga hiti í Seyðisfirði og Vestmannaeyjabæ.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, 8-13 m/s og skúrir eða slydduél vestantil, en hægari og þurrt að kalla annars. Snýst í norðan 5-10 með éljum norðvestantil í kvöld, en sunnan og suðaustan 5-10 með rigningu eða slyddu sunnan- og suðvestanlands. Fremur hæg vestlæg átt og léttir til á austanverðu landinu. Norðaustan 8-15 og él norðvestantil í nótt og á morgun, en annars mun hægari breytileg átt og skúrir um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark norðantil, en hiti 0 til 6 stig með suður- og austurströndinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024