Bjart veður í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt, víða 3-8 m/s. Bjart veður sunnantil á landinu, en sums staðar skúrir síðdegis. Léttir til á norðanverðu landinu síðdegis og í kvöld. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Austan 3-8 m/s á morgun, en 10-15 með suðurströndinni síðdegis. Smáskúrir suðaustanlands, en léttskýjað norðantil á landinu. Hiti 8 til 15 stig.