Bjart veður en kalt um helgina
Fyrsta haustlægðin sem eitthvað kveður að er nú að ganga yfir. Um helgina er spáð björtu veðri með hægari vindi en hitatölurnar verða í lægri kantinum. Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið hljóðar upp á austan 10-15 m/s, en 15-20 við ströndina sunnantil. Rigning, en slydda í uppsveitum og sums staðar talsverð úrkoma um tíma. Snýst í norðan 8-15 undir kvöld og léttir síðar til. Norðan 5-10 og léttskýjað á morgun, en líkur á stöku éljum. Hiti 1 til 6 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 10-18 m/s og rigning eða jafnvel slydda, talsverð um tíma. Norðlægari undir kvöld. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu. Norðan 5-10 á morgun og léttskýjað. Hiti 2 til 6 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:?
Norðan 5-10 m/s, skýjað og él norðan- og austanlands, en annars léttskýjað að mestu. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 4 stiga hiti við suður- og vesturströndina.
Á sunnudag:?
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él, einkum við ströndina norðan- og austantil. Kalt í veðri. ??
Á mánudag:?
Hægt vaxandi austanátt og él, einkum sunnan- og vestanlands. Áfram kalt. ??
Á þriðjudag:?
Norðaustanátt með slyddu eða snjókoma og rigningu syðst á landinu, en úrkomulítið austanlands. Heldur hlýnandi. ??
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðanátt og kólnar í veðri. Él einkum norðantil á landinu, en bjart með köflum sunnanlands.