Bjart veður
Búast má við björtu veðri næstu tvo daga en veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s dag. Lægir með kvöldinu og heldur hægari á morgun. Bjartviðri að mestu. Hiti 0 til 5 stig í dag, en síðan um frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-13 og bjartviðri. Hægari í kvöld, hæg norðlæg átt á morgun. Hiti 0 til 4 stig í dag, en síðan um frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Hæglætisveður, en stöku slydduél eða él í flestum landshlutum. Frost 0 til 7 stig, mildast við S- og V-ströndina.
Á miðvikudag:
Norðaustan og austanátt, 8-15 sunnantil síðdegis og rigning eða slydda, en annars mun hægari og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan hvassviðri og jafnvel stormur við SA-ströndina. Ákveðin ofankoma, einkum SA-og A-lands fyrripartinn, en einnig norðantil síðdegis. Heldur hlýnandi.
Á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt með snjókomu nyðra, en slyddu austantil. Úrkomulítið SV-til. Hiti um frostmark við ströndina, en annars vægt frost.
Á laugardag:
Minnkandi norðanátt með éljum fyrir norðan, en bjart syðra. Kólnandi veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga átt og él NA-til, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Kalt í veðri.