Bjart sunnan til
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, víða 10-15 m/s og rigningu eða slyddu, en suðvestan 10-15 og skúrum suðvestantil. Norðlæg átt upp úr hádegi, 10-18 víða um land. Rigning eða slydda norðan- og austanlands fram á kvöld, en annars skúrir eða slydduél. Dregur úr vindi í nótt. Norðan og norðvestan 5-10 m/s á morgun. Dálítil él um landið norðanvert, en bjart með köflum sunnantil. Hiti 2 til 9 stig í dag, hlýjast suðvestanlands, en síðan kólnandi veður.