Bjart og þurrt
Fremur hæg austlæg átt verður við Faxaflóann í dag, en norðan 5-10 síðdegis. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg austlæg átt, en norðvestan 5-8 síðdegis. Heldur hægari í nótt og á morgun. Bjart og þurrt að mestu. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðantil á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag og mánudag:
Suðvestlæg átt og dálítil væta um landið vestanvert, en annars þurrt og bjart með köflum. Milt í veðri.