Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart og kalt
Þriðjudagur 28. apríl 2015 kl. 09:08

Bjart og kalt

Norðan 10-15 m/s og bjartviðri við Faxaflóa í dag. Dregur smám saman úr vindi í dag og í nótt. Norðaustan 5-10 á morgun og skýjað með köflum. Hiti 1 til 6 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en hægari um hádegi. Bjart að mestu. Lægir í kvöld. Fremur hæg norðaustlæg átt í nótt og á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 með SA- og A-ströndinni fyrir hádegi. Bjart með köflum V-til, dálítil él með N- og A-ströndinni, en snjókoma eða slydda S-lands. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn.

Á fimmtudag:
Austlæg átt 3-8 m/s. Snjókoma eða slydda af og til S-lands, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Víða nokkuð bjart, en dálítil él á stöku stað, einkum SA- og A-til. Hiti rétt ofan frostmarks á S- og V-landi yfir daginn, annars frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum NA-lands.

Á laugardag:
Austlæg átt 5-13 m/s og slydda eða snjókoma með köflum S- og A-lands, annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til, en um eða undir frostmarki annars staðar, einkum inn til landsins.

Á sunnudag og mánudag:
Ákveðin austlæg átt með slyddu SA-lands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar heldur í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024