Bjart og hlýtt í veðri
Veðurspá fyrir Faxaflóa: Norðaustan 5-10 m/s, en vestlægari á morgun. Bjartviðri og hiti 12 til 18 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðvestanátt, víða 5-10 m/s og yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 18 stig, einna hlýjast S-lands.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt og bjart veður, en þokubakkar við norður- og vesturströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á SA- og A-landi.
Á mánudag:
Austanátt og rigning suðaustantil á landinu, annars þurrt. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast N- og V-lands.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt, rigning með köflum og milt veður
Meira á www.vedur.is.