Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart og fallegt haustveður næstu daga
Mánudagur 26. september 2016 kl. 09:00

Bjart og fallegt haustveður næstu daga

Það verður bjart og fallegt haustveður næstu daga við Faxaflóa og hiti allt að 10 stigum yfir daginn en getur farið niður undir frostmark yfir nóttina. Veðurspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:

Faxaflói

Norðaustan 5-13. Léttskýjað á köflum og hiti 5 til 10 stig, en 0 til 5 stig í nótt. Hægari annað kvöld.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-10, skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 5 til 9 í dag en svalara í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast við SA-ströndina. Víða léttskýjað V-til, en skýjað og stöku skúrir eða slydduél á N-verðu landinu fram eftir morgni. Rofar til N- og A-lands þegar líður á daginn. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart veður, en norðvestan 8-15 og dálítil rigning á annesjum NA-lands. Hiti 3 til 10 stig, mildast S-lands, en næturfrost í innsveitum.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðanátt og slydda eða rigning með köflum fyrir norðan, en lengst af þurrt S-til á landinu. Heldur kólnandi.

Á laugardag:
Norðlæg átt og svalt. Víða bjart veður, en skýjað og dálítil él NA-lands.

Á sunnudag:
Hægt vaxandi austanátt og þykknar upp S- og A-til annars bjartviðri. Áfram svalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024