Bjart næstu daga
Gert er ráð fyrir björtu veðri á suðvesturhorni landsins næstu daga. Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir austlægari átt, 5-10 m/s, en norðlægari í kvöld. Léttskýjað með köflum og stöku skúrir í dag. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en úrkomulítið. Norðlægari í kvöld, léttir til og víða bjartviðri á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Norðan 8-15 m/s á A-landi og Vestfjörðum, en annars hægari. Slydda A-lands og dálítil él fyrir norðan, en bjartviðri S- og SV-lands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Norðan og norðaustan 10-18 m/s, hvassast við A-ströndina. Snjókoma eða slydda NA-til, en dálítil él NV-lands, annars víða bjart veður. Hiti við frostmark fyrir norðan, en 1 til 5 stig syðra.
Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðaustlæg átt. Él eða snjókoma norðan- og austantil, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 7 stig, en frostlaust syðst.