Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart með köflum
Miðvikudagur 5. október 2005 kl. 09:41

Bjart með köflum

Í morgun kl. 06 var norðlæg átt, 5-10 m/s norðantil, en hæg vestlæg átt um landið sunnanvert. Rigning eða súld norðaustanlands, léttskýjað á Austurlandi, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast austantil, en svalast á Vestfjörðum.

Yfirlit: Um 400 km NA af Jan Mayen er 990 mb lægð sem fer NA. Yfir Íslandi er minnkandi lægðardrag, en við Hvarf er 988 mb lægð sem hreyfast í NA.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðan 5-10 m/s og styttir upp, en hæg vestlæg átt og úrkomulítið sunnanlands og skýjað með köflum á Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld, víða 10-15 kringum miðnætti, en síðar í öðrum landshlutum. Sunnan 8-15, hvassast sunnantil og rigning með köflum á morgun, en léttir smám saman til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 10 stig, mildast suðaustantil í dag, en nyrðra á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Hæg norðlæg átt og bjart með köflum. Suðaustan 10-15 m/s og rigning í kvöld. Hiti 2 til 7 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024