Bjart í dag en hætt við síðdegisskúrum
Klukkan 6 var suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s, en hvassast 15 á Stórhöfða. Skýjað að mestu með suðurströndinni en annars yfirleitt léttskýjað. Svalast 3 stiga hiti á Eskifirði, en hlýjast 12 stig á Hallormsstað.
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum sunnantil og sums staðar þokumóða úti við sjóinn, en annars hægviðri og bjart, en hætt við síðdegisskúrum. Dálítil súld um tíma með suðvesturströndinni undir miðnætti. Svipað veður á morgun og í dag. Hiti 12 til 20 stig síðdegis, hlýjast í innsveitum norðan- og austanlands.
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum sunnantil og sums staðar þokumóða úti við sjóinn, en annars hægviðri og bjart, en hætt við síðdegisskúrum. Dálítil súld um tíma með suðvesturströndinni undir miðnætti. Svipað veður á morgun og í dag. Hiti 12 til 20 stig síðdegis, hlýjast í innsveitum norðan- og austanlands.