Bjart í dag - snjóar á morgun
Norðaustan 8-13 m/s og bjartviðri, en hægari síðdegis við Faxaflóa. Sunnan 8-13 á morgun og snjókoma, en vestlægari seinnipartinn og él. Frost 3 til 13 stig, kaldast inn til landsins, en dregur heldur úr frosti á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað. Suðaustan 5-13 í fyrramálið og snjókoma, en vestlægari síðdegis og él. Frost 4 til 10 stig, en minna frost á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s, en 13-15 með S-ströndinni. Snjókoma S-lands, en annars él. Frost 0 til 12 stig, minnst syðst.
Á laugardag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en él úti við sjávarsíðuna. Talsvert frost.
Á sunnudag:
Norðanátt og víða dálítil snjókoma eða él. Talsvert frost.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir beytilega átt með éljum á víð og dreif. Áfram kalt í veðri.