Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bjart framundan hjá Keili
Á myndinni hampa þeir glaðbeittir samkomulaginu, f.v. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri; Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis; og Georg Brynjarsson, stjórnarformaður Kadeco.
Laugardagur 5. maí 2018 kl. 11:21

Bjart framundan hjá Keili

Á 11 ára afmælisdegi Keilis, þann 4. maí, var undirritað samkomulag milli Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) vegna kaupa á aðalbyggingu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með samkomulaginu hefur tekist að eyða óvissu sem varað hefur í tíu ár. „Við erum himinlifandi,“ sagði Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis við undirritun samkomulagsins. „Ég vil sérstaklega þakka Georg Brynjarssyni, stjórnarformanni Kadeco, fyrir vasklega framgöngu í að finna ásættanlega lausn á þessu mikilvæga máli.“

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, tekur undir með stjórnarfomanninum og telur bjart framundan. „Fjárhagsstaða okkar hefur verið tryggð til framtíðar og skapar okkur sóknarfæri á öllum sviðum. Eiginfjárhlutfall Keilis er nú um 28% sem hlýtur að teljast viðunandi. Aðsókn að skólanum er mjög góð og hugmyndir uppi um ýmsar nýjar námsleiðir. Samkomulag Keilis og Kadeco er líklega besti glaðningur sem hægt var að fá á afmælisdegi okkar og það er því sannarlega bjart framundan hjá Keili.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024