Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart framundan – kólnar eftir helgi
Föstudagur 13. nóvember 2009 kl. 08:21

Bjart framundan – kólnar eftir helgi


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðaustan 8-15 m/s og bjartviðri. Hiti 2 til 7 stig, en ívið svalara þegar líður á morgundaginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Austan og norðaustan 8-13 m/s, léttskýjað að mestu og hiti 4 til 9 stig. Heldur kólnandi á morgun og yfirleitt hægari vindur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Rigning austanlands, dálítil væta á norðanverðu landinu og sums staðar slydda eða snjókoma til landsins. Skýjað en þurrt mestu suðvestanlands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast við suðurströndina.

Á sunnudag:

Norðan- og norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Snjókoma eða slydda á Norðausturlandi, él á norðvestanverðu landinu og rigning eða slydda á Austfjörðum. Bjart veður á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 0 til 5 stig syðra, en annars um frostmark.

Á mánudag:
Norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en yfirleitt léttskýjað syðra. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina, einkum sunnantil.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil él fyrir norðan, en úrkomulítið sunnanlands. Fremur kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Líkur á suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024