Bjart en kalt
Klukkan 6 í morgun var norðlæg átt, víða 5-10 m/s, en norðvestan 10-15 við norður- og austurströndina. Él um landið norðanvert, en annars yfirleitt bjartviðri. Frost 5 til 17 stig á láglendi, kaldast á Egilsstaðaflugvelli.
Um 300 km suður af Svalbarða er víðáttumikil 942 mb lægð sem hreyfist lítið. Milli Færeyja og Noregs er 968 mb lægð sem fer allhratt austur, en skamt suður af landinu er dálítið lægðardrag sem þokast suður.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðlæg átt, 8-15 m/s víðast hvar, en norðvestan 15-20 við norður- og austurströndina síðdegis. Snjókoma eða él norðantil á landinu, en annars bjartviðri. Svipað veður á morgun. Frost yfirleitt 7 til 17 stig, kaldast inn til landsins.
Um 300 km suður af Svalbarða er víðáttumikil 942 mb lægð sem hreyfist lítið. Milli Færeyja og Noregs er 968 mb lægð sem fer allhratt austur, en skamt suður af landinu er dálítið lægðardrag sem þokast suður.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðlæg átt, 8-15 m/s víðast hvar, en norðvestan 15-20 við norður- og austurströndina síðdegis. Snjókoma eða él norðantil á landinu, en annars bjartviðri. Svipað veður á morgun. Frost yfirleitt 7 til 17 stig, kaldast inn til landsins.