Bjarni Ólason Grindvíkingur ársins
Matreiðslumaðurinn Bjarni Ólason var valinn Grindvíkingur ársins 2018 fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagasamtök í Grindavík. Bjarni fékk flestar tilnefningar og var valnefndin sammála um að Bjarni væri mjög vel að þessari nafnbót kominn, segir í frétt á grindavik.is.
Tilgangurinn með nafnbótinni Grindvíkingur ársins er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt.
Bjarni fær afhenta viðurkenningu á Þrettándagleði Grindvíkinga 6. jan.