BJARNI KJARTANSSON RÁÐINN SKIPSTJÓRI Á VESTURBORG GK
Eins og VF greindi frá í síðustu viku kom Vesturborg GK 195 til landsins í síðustu viku en Valdimar hf. í Vogum keypti bátinn frá Noregi. Ráðin hefur verið áhöfn og verður Bjarni Kjartansson skipstjóri, Kristgeir Arnar Ólafsson 1. stýrimaður og Guðmundur I. Ágústsson yfirvélstjóri en alls verður 14 manna áhöfn á Vesturborginni sem er útbúin til veiða með Mustad línubeitningarvél (40 þúsund krókar) og Rapp línuspili. Frystilestarrými er 470 rúmmetrar og frystigetan 8 tonn á sólarhring.