Bjargaði hænunum undan kjafti minks
Húsfreyjan að Minna Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd drap mink á hlaðinu heima hjá sér í morgun. Hún notaði stórt grjót við verkið og hæfði minkinn í fyrsta kasti.Anna Rut Sverrisdóttir ljósmóðir býr að Minna Knarrarnesi. Anna sagði í samtali við Víkurfréttir að tíkin á heimilinu hafi gelt þessi ósköp í morgun og fyrst hafi Anna haldið að tíkin hafi verið að eltast við mús. Þegar hún hafi síðan heyrt hávært kvæs kom í ljós að minkur var að kvæsa á tíkina.
„Ég tók upp stórt og mikið grjót og náði að hæfa minkinn. Ég er skíthrædd við þetta kvikindi og hef ekki þorað að koma nálægt honum í allan dag,“ sagði Anna og hló. „Ég gerði þetta bara fyrir hænurnar mínar en við erum með nokkrar hænur hér í kofa“.
Anna Rut sagði að nokkuð væri um mink á Ströndinni
„Við veiðum nokkuð af honum í gildrur og einnig fáum við skyttur hingað reglulega til að drepa þennan ófögnuð“.
Anna sagðist nokkuð stolt af sjálfri sér að hafa drepið kvikindið í morgun. „Hann liggur ennþá hér úti í snjónum. Ég þori ekki nálægt honum. Bóndinn verður að sjá um að fjarlægja minkinn þegar hann kemur heim úr vinnunni“.
Ljósmyndir frá Minna Knarrarnesi teknar vorið 1999.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
„Ég tók upp stórt og mikið grjót og náði að hæfa minkinn. Ég er skíthrædd við þetta kvikindi og hef ekki þorað að koma nálægt honum í allan dag,“ sagði Anna og hló. „Ég gerði þetta bara fyrir hænurnar mínar en við erum með nokkrar hænur hér í kofa“.
Anna Rut sagði að nokkuð væri um mink á Ströndinni
„Við veiðum nokkuð af honum í gildrur og einnig fáum við skyttur hingað reglulega til að drepa þennan ófögnuð“.
Anna sagðist nokkuð stolt af sjálfri sér að hafa drepið kvikindið í morgun. „Hann liggur ennþá hér úti í snjónum. Ég þori ekki nálægt honum. Bóndinn verður að sjá um að fjarlægja minkinn þegar hann kemur heim úr vinnunni“.
Ljósmyndir frá Minna Knarrarnesi teknar vorið 1999.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson