Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjargað úr sjónum við Vatnsnes
Fimmtudagur 5. desember 2002 kl. 18:09

Bjargað úr sjónum við Vatnsnes

Lögreglumenn úr Keflavík björgðu stúlku úr sjónum við Vatnsnesvita í Keflavík nú á sjötta tímanum í dag. Sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var kölluð til og var stúlkan flutt undir læknishendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Litlar upplýsingar er að hafa um málið sem stendur, enda menn rétt að komast í hús eftir útkallið.Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæður þess að stúlkan fór í sjóinn á þessum slóðum en þarna er engin lýsing og aðstæður allar mjög erfiðar. Lögregla mun rannsaka málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024